Makríll – minna veiðist innan lögsögunnar

Eitt þeirra málefna sem Örn Pálsson framkvæmdastjóri gerði að umtalsefni í ræðu sinni á aðalfundi LS var þróun makrílveiða hér við land.  Sífellt minna væri veitt hér i lögsögunni og væri nú svo komið að meira en helmingur hefði veiðst utan hennar á nýlokinni vertíð.
Örn hvatti stjórnvöld til að gefa færaveiðar smábáta frjálsar, öll höft á veiðarnar við strendur landsins væru óþörf.  Þar sem uppsjávarskipin þyrftu í vaxandi mæli að leita á mið utan landhelginnar til að ná heimildum sínum ætti að efla færaveiðar eins mikið og hægt væri.
Alls veiddu smábátar 3.751 tonn af makríl á árinu 208 og nam aflaverðmæti þess um 250 milljónum.    Hlutdeild smábáta í því sem veiddist í landhelginni var 6%.
Taflan hér að neðan sýnir skiptingu heildarafla eftir veiðisvæðum og heimilaðan afla.
 

MAKRÍLL

Leyfilegur afli

Afli í lögsögu

Afli á NEAFC

Afli Alls

2014

154.100

157.490

3.314

160.804

2015

179.833

148.280

19.507

167.787

2016

167.767

152.849

11.403

164.252

2017

176.192

105.253

58.668

163.921

2018

146.155

61.855

74.697

136.552

2014-2018

824.047

625.727

167.589

793.316


Ályktun 34. aðalfundar LS um makríl

Aðalfundur LS  leggur til að makrílveiðar verði gefnar frjálsar og reglugerð sem gefin var út fyrir fjórum árum verði felld úr gildi, heildarúthlutun verði 16%.


Aðalfundur LS leggur til að leigupottur makríls (ráðherrapottur) verði festur í sessi og að ónýttar makrílveiðiheimildir umfram leyfilega tilfærslu milli ára verði fært sem viðbót við leigupott næstu makrílvertíðar.