Kvótasetning og tegundatilfærsla

Á aðalfundi LS vék Örn Pálsson framkvæmdastjóri að kvótasetningu undanfarinna ára.  Svo virðist vera að hún hafi algjörlega misheppnast nema tilgangurinn hafi verið að auka heimildir í öðrum tegundum með tegundatilfærslu. 
Hér fer á eftir sá kafli ræðu Arnar sem fjallaði um málefnið.  
44364585_1917638728333095_8031335582183456768_n.png

„Gagnrýniverðar eru tvær síðustu kvóta setningar sjávarútvegs ráðherra. Blálanga sem sett var í kvóta í ágúst 2013 og nú hlýri sem fór í kvóta í ágúst sl.  LS benti á það hafi verið mistök að kvótasetja blálöngu.  Ofveiði átti að svara með því að setja hömlur á beina sókn og lengja lokanir við hrygningarsvæði suður af Vestmannaeyjum og á Franshól.  Hver hefur svo árangur af kvótasetningunni orðið?  Afli hefur snarminnkað og ráðgjöf að sama skapi.  Þá hefur veiðarfærasamsetning gjör breyst.  Í stað þess að 70% blálönguaflans var veitt á línu árið 2011 var hlutfallið aðeins 27% á árinu 2017, botnvarpan hafði tekið yfir komin í 70% og sífellt hærra hlutfall sem veiðist sem meðafli.  Er von nema spurt sé, hvað er að gerast varðandi blálöngu?  Tölurnar benda til að stofninn sé hruninn.  Aflinn á síðasta fiskveiðiári aðeins 17% af því sem hann var fyrir 5 árum og um 8% sem hann var fyrir 7 árum.

Fiskveiðiár

Heimildir 

Afli 

Óveitt 

Ráðgjöf 

2012/2013

 

2.999 tonn

     101 tonn

3.100 tonn

2013/2014

2.400 tonn

1.655 tonn

     745 tonn

2.400 tonn

2014/2015

3.308 tonn

1.900 tonn

1.408 tonn

3.100 tonn

2015/2016

2.984 tonn

1.095 tonn

1.865 tonn

2.600 tonn

2016/2017

2.380 tonn

634 tonn

1.746 tonn

2.040 tonn

2017/2018

2.507 tonn

549 tonn

1.960 tonn

1.956 tonn

2018/2019

1.703 tonn

 

 

1.520 tonn



Blálöngu er nú landað af 133 bátum í stað 235 bátum áður en hún var sett í  kvóta.  Með ört minnkandi afla og minni sókn hefur hafist stjórnlaus tegundatilfærsla og er nú svo komið að þar eru tonnin fleiri  en það sem veitt er af henni.  

Ef á að friða blálöngu er þá ekki rétt að Hafró lækki ráðgjöfina, heldur en að horfa uppá hana notaða í tegundatilfærslu sem leiðir til umframafla í öðrum tegundum.  Varla getur það verið tilgangurinn?  Litlu er þetta skárra með gullax og litla karfa sem kvótasettir voru á sama tíma.  Tegundatilfærsla í litla karfa var 177% umfram það sem veitt var af honum og í gullaxi voru aðeins 46% heimildanna nýttar með veiðum og tegundatilfærsla nam 53% af því sem veiddist.  

Í hvaða tegundir var svo breytt.  T.d. gullkarfa sem varð til þess veiði þar fór 13% umfram ráðgjöf.  Taflan hér sýnir ráðlagðan afla karfann á Íslandsmiðum sl. 4 fiskveiðiár.

Fiskveiðiár

Ráðgjöf 

Afli 

Umframafli

2014/2015

45.600 tonn

48.349 tonn

2.749 tonn

2015/2016

48.500 tonn

54.818 tonn

6.318 tonn

2016/2017

47.205 tonn

48.532 tonn

1.327 tonn

2017/2018

45.450 tonn

51.429 tonn

5.979 tonn

Líklegt er að það sama muni eiga við um hlýra.  Alls 350 skip sem fengu úthlutun, 24 þeirra með 58% úthlutunarinnar.  Skipum með landaðan afla mun fækka stórlega, veiðiheimildir verða notaðar til að skipta í aðrar tegundir og aflinn mun að öllum líkindum dragast saman.  
Þessi dæmi sem ég hef hér nefnt kalla á skoðun hjá ráðherra.  Hvort hér sé um þá nýtingu og stjórnun sem lagt var upp með?