Brimfaxi, félagsblað Landssambands smábátaeigenda er komið út, jóla/áramótablaðið 2018 og hefur verið sendur til allra félagsmanna LS og velunnara.
Brimfaxi leit dagsins ljós árið 1986 og því 32 ár síðan hann hóf göngu sína.
Í jólablaðinu 2018 kennir ýmissa grasa:
- Skorinorður leiðari eftir Axel Helgason formann LS.
- Yfirgripsmikill pistill framkvæmdastjóra, Arnar Pálssonar, um stöðu mála.
- Tvö viðtöl, annarsvegar við Árna M. Mathiesen, f.v. sjávarútvegsráðherra og núverandi aðstoðarmann framkvæmdastjóra fiskveiði- og fiskeldisdeildar FAO, (Matvælastofnunar Sameinuðu Þjóðanna).
- Jóhannes Simonsen trillukarl á Akranesi og formann Sæljóns, félags smábátaeigenda á Akranesi.
- Staða strandveiðimanna, smábátaveiðimanna og frumbyggja á Indlandi.
- Yfirlýsing frá sjálfu Vatikaninu um Alþjóðadag strandveiðimanna og fiskverkafólks 21. nóvember.
- Harðorð grein eftir Magnús Jónsson, f.v. Veðurstofustjóra um togveiðar í kálgörðum Skagafjarðar.
- Skoðanakönnun Gallup um grásleppuveiðarnar sem kynnt var á aðalfundi LS í október.
Ásamt fleiru fræðandi og forvitnilegu efni.