Grein um grásleppumál í Morgunblaðinu

Í Morgunblaðinu í dag er Baksviðs grein eftir Ágúst Inga Jónsson (aij@mbl.is)
um fund sem birt var frétt um hér á vel LS 14. janúar síðastliðinn. Greinin er birt hér að neðan ásamt skjáskoti af hluta hennar:
Hugarflug um grásleppu til framtíðar
Á vinnufundi  fiskifræðinga  á  Hafrannsóknastofnun  og  forystumanna í  Landssambandi  smábátaeiganda  í  vikunni  var  farið yfir  ýmsa  möguleika  til að  draga  úrmeðafla  við  grásleppuveiðar.  MSC-vottun  fyrir  grásleppuveiðar við  Ísland  var  afturkölluð  í  ársbyrjun2018  þar  sem  meðafli  við  veiðarnar
er  talinn  umfram  viðmiðunarmörk hvað  varðar  landsel,  útsel  og  teistu.
Haraldur  Einarsson  fiskifræðingur  segir  að  á  fundinum  hafi  verið  farið  yfir  ýmsa  möguleika  og mörgum  boltum  kastað  á  loft.  Sumt af  því  sé  tæpast raunhæft  á  grásleppuveiðum  og  annað  kosti  talsverða  fjármuni  fyrir útgerðina. Einfaldari  og  ódýrari  leiðir  verði vonandi  hægt  að  prófa  á  vertíðinni í  vor  í  samvinnu  sjómanna  og  fiskifræðinga. 
Hann  segir  þekkt  að  grásleppa veiðist  í  leiðigildrur  við  land,  svipaðar  og  hafa  verið  notaðar  við  veiðar  til  áframeldis  á  þorski.  Önnur hugmynd  sé  að  nota  lítil  flottroll við  veiðarnar  eða  flotdragnót.  
Grásleppa  er  mikið  í  yfirborði en  er  veidd  við  botn  þegar  hún kemur  upp  að  landi  til  að  hrygna. Þeirri  hugmynd  var  velt  upp  að veiða  grásleppuna  í  reknet  við  yfir borð  og  ekki  er  útilokað  að  það verði  prófað.  Haraldur  bendir  þó  á að  reknetaveiðar  séu  yfirleitt  bannaðar,  meðal  annars  út  af  meðafla, og  alls  óvíst  að  minna  kæmi  af  fugli og  sel  í  reknetin  heldur  en  í  venjuleg  grásleppunet.  
 

Boð  um  að  hádegismaturinn  sé  tilbúinn
Mismunandi  litur  á  netum  var til  umræðu  og  einnig  að  nota  ljós eða  hljóð  til  að  fæla  seli  frá  netunum.  Spurður  hvort  hljóðfælur hafi  dugað  erlendis,  segir  Haraldur að  þær  hafi  gert  það  tímabundið. „Selurinn  áttar  sig  hins  vegar  fljótt á  því  að  þessi  óhljóð  sem  hann  er  í fyrstu  hræddur  við  eru  í  rauninni boð  um  að  hádegismaturinn  sé tilbúinn.  Þarna  er  matur  í  netum og  selurinn  mætir  að  sjálfsögðu, þannig  að  áhrifin  virðast  vera
skammvinn,  segir  Haraldur.  
Hann  segir  að  hugsanlega  sé hægt  að  þróa  einhverjar  aðferðir  á litlu  svæði  þar  sem  vandamálið vegna  meðafla  sé  mest,  en  halda hefðbundnum  veiðum  áfram  annars staðar.  Betra  sé  að  loka  einni  vík heldur  en  heilum  firði.  Þá  sé  nauðsynlegt  að  auka  eftirlit  og  afla  nánari  upplýsinga  um  hegðun  grásleppunnar  og  veiðarnar,  m.a.  með betri upplýsingum  í  afladagbókum.  
„Óbreytt  ástand  er  ekki  góður kostur,  segir  Haraldur

Screen Shot 2019-01-19 at 21.58.13.png