Viðtal um vottunarmál í Morgunblaðinu

Hér að neðan er viðtal við formann LS sem birt var í Morgunblaðinu 14. desember og á vef Mbl.is 24. janúar. Hér er viðtalið í heild:

„Þetta stenst enga skoðun

Vott­un alþjóðlegu stofn­un­ar­inn­ar MSC, Mar­ine Stew­ards­hip Council, um sjálf­bær­ar grá­sleppu­veiðar Íslend­inga, var felld niður í janú­ar á þessu ári. Hafði hún þá verið í gildi frá ár­inu 2014 en var bund­in skil­yrðum sem upp­fylla þurfti á fimm ára tím­aramma.
Í sam­tali við 200 míl­ur seg­ir Axel að það sem fellt hafi vott­un­ina hafi verið upp­reiknaður meðafli á land­sel, út­sel og teistu, sem farið hafi yfir varúðarmörk að mati vott­un­ar­stof­unn­ar Túns.
„Það er mat henn­ar að miðað við fyr­ir­liggj­andi gögn fari stofn­stærð þess­ara teg­unda minnk­andi og ekki sé hægt að úti­loka að grá­sleppu­veiðar eigi þar hlut að máli. Að vísu má bæta því við að skarf­ur fær einnig þannig ein­kunn að vott­un­in myndi verða felld eft­ir fimmta árið, seg­ir Axel.
Tíu sel­ir verða að 620 sel­um
Við mat á meðafla er not­ast við upp­lýs­ing­ar úr meðafla­skýrsl­um fuglafriðun­ar­sam­tak­anna Bir­d­li­fe In­ternati­onal og Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, en gögn stofn­un­ar­inn­ar byggj­ast á gögn­um úr veiðieft­ir­lits­ferðum Fiski­stofu þar sem meðafli úr 57 veiðieft­ir­lits­ferðum árið 2016 er lagður til grund­vall­ar.
„Aðferðafræðin er sú að þess­um veiðieft­ir­lits­ferðum er deilt í fjölda land­ana það árið, sem voru rúm­lega 3.500, og þannig fæst stuðull­inn 62 sem notaður er til að upp­reikna all­an afla úr um­rædd­um veiðieft­ir­lits­ferðum, seg­ir Axel.
Árið 2016 veidd­ust tíu land­sel­ir sem meðafli í eft­ir­lits­ferðum Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, og voru þeir reiknaðir upp í fjöld­ann 620 á landsvísu. Talið er að stofn­inn telji rúm­lega 7.600 dýr og því veidd­ust þetta ár átta pró­sent af stofn­in­um sem meðafli, sam­kvæmt út­reikn­ing­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.
„Al­gjör­lega úti­lokað
Alls veidd­ust á sama tíma 46 út­sel­ir, þar af nán­ast all­ir í þrem­ur eft­ir­lits­ferðum við Vest­f­irði og í inn­an­verðum Breiðafirði, og voru þeir reiknaðir upp í fjöld­ann 2.870 á landsvísu. Axel seg­ir þá niður­stöðu afar merki­lega, enda hafi stærð stofns­ins síðast verið met­in í kring­um 4.200 seli, árið 2012. Sam­kvæmt þess­um út­reikn­ing­um ættu því 68% stofns­ins að veiðast á hverju ári sem meðafli.
„Nú er komið nýtt stofn­mat sem hljóðar upp á 6.000 seli og er því um að ræða 50% fjölg­un á sex árum. Það vek­ur upp spurn­ing­ar um áreiðan­leika þess­ara talna sem verið er að vinna með.
Þetta stenst enga skoðun. Ef þetta væri rétt gerðu menn vart annað en að draga sel um borð, seg­ir Axel.
„Í Hafró-skýrsl­unni seg­ir að vísu að töl­urn­ar séu svo háar að þetta sé næst­um ómögu­legt. En setja þau setja töl­urn­ar samt sem áður fram.
Hann bend­ir einnig á að á árum áður, þegar sel­veiðar voru tald­ar til hlunn­inda, hafi margoft komið fram að sela­stofn­arn­ir þyldu vel um tíu pró­senta veiðiálag ef að mestu væru veidd­ir kóp­ar eða vetr­ung­ar.
Fjór­fald­ur mun­ur á gögn­um
Sex­tán teist­ur veidd­ust í þeim eft­ir­lits­ferðum sem Haf­rann­sókna­stofn­un upp­reikn­ar, og voru þær reiknaðar sem 998 teist­ur í heild­ina eða tvö pró­sent af stofn­in­um. At­hug­an­ir Bir­d­li­fe skiluðu hins veg­ar 35 teist­um og þar af 29 í inn­an­verðum Breiðafirði. Þær reikn­ast sem 4.244 teist­ur, eða um 9% af efri mörk­um stofn­stærðar.
„Þarna er um að ræða rúm­lega fjór­fald­an mun, miðað við skýrslu Hafró, seg­ir Axel og bend­ir á að vegna varúðarreglu virðist sem vott­un­ar­stof­an not­ist ávallt við hæstu mögu­legu töl­ur sem gef­ist, hvort sem þær komi frá fuglafriðun­ar­sam­tök­um eða Haf­rann­sókna­stofn­un. Axel seg­ist einnig hafa furðað sig á for­send­um upp­reikn­ings­ins. Sannað sé að teista veiðist ekki á meira dýpi en sem nem­ur 15 metr­um og að meðal­dýpið sem hún veiðist á sé í kring­um sjö til átta metr­ar.
„Árið 2016 eru dýp­is­skrán­ing­ar úr afla­dag­bók­um 3.587 tals­ins, allt frá fjór­um metr­um og niður á 157 metra. Aðeins 697 af þess­um skrán­ing­um voru á minna dýpi en fimmtán metr­ar. Hinar 2.890 ferðirn­ar, eða átta­tíu pró­sent af öll­um veiðiferðum, hefðu því átt að vera úti­lokaðar við upp­reikn­ing á teistu sem meðafla. Það var ekki gert og það finnst okk­ur óskilj­an­legt, seg­ir Axel.

Hefðu ekki átt að telj­ast með
„Við fáum þau svör að ekki séu til betri gögn. Þetta er mjög baga­legt og ber vott um lé­lega vís­inda­mennsku. Þau hafa ef til vill ekki betri gögn, en þau hefðu getað unnið öðru­vísi úr gögn­un­um, seg­ir Axel. „Það er hægt að skipta gögn­un­um upp eft­ir tíma, teg­unda­svæðum, dýpi og hvaðeina. En við von­umst til að þær veiðieft­ir­lits­ferðir sem farn­ar voru síðastliðið sum­ar skili niður­stöðum sem auðveld­ara verður að nota, með til­liti til at­huga­semda sem við höf­um gert við upp­reikn­ing meðafl­ans.
Bend­ir hann á að víða er­lend­is þekk­ist það, þegar meðafli sé upp­reiknaður, að und­an­skil­in séu þau svæði þar sem viðkom­andi teg­und haldi sig ekki.
„Það sem við mót­mæl­um sér­stak­lega er að svæðin fyr­ir norðan og aust­an, sem hafa ekki teist­una, skarf­inn og út­sel­inn í sama magni, séu ekki und­an­skil­in. Sam­an­lagður veiðileyf­a­fjöldi á þess­um svæðum er 53% af heild­inni á land­inu. Það hefði varla neitt átt að upp­reikn­ast á þessi svæði.
Varúðarmörk ekki skil­greind
Aug­ljóst sé af þessu, seg­ir Axel, að upp­reikn­ing­ur á meðafla úr eft­ir­lits­ferðum sé afar vandmeðfar­inn. Ef not­ast eigi ein­göngu við eft­ir­lits­ferðir Fiski­stofu þurfi þekja þeirra, sem nú er 1,7% af veiðiferðum, að aukast.
„Veiðieft­ir­litið miðast við áhættumat út frá þorskmeðafla en ekki meðafla sjáv­ar­spen­dýra og sjó­fugla. Það er al­veg ljóst að ef ekki á að byggja á gögn­um frá þeim sem stunda þess­ar veiðar verður að skipu­leggja eft­ir­litið á ann­an hátt. Veiðieft­ir­litið þurfi að fram­kvæma af handa­hófi til að út­reikn­ing­arn­ir verði sem rétt­ast­ir. „Mark­mið veiðieft­ir­lits og vís­inda fara illa sam­an hvað varðar aðferðir upp­lýs­inga­söfn­un­ar­inn­ar.
Axel gagn­rýn­ir einnig að um­rædd varúðarmörk sem notuð eru til viðmiðunar séu hvergi skil­greind.
„Ég hef reynt að fá upp­gefið frá Nátt­úru­fræðistofn­un og þeim aðilum sem sjá um vott­un­ina; þegar við erum með stofn­stærðir af ein­hverri til­tek­inni stærð, hvað þolir viðkom­andi stofn? Hvað er ásætt­an­legt veiðiálag? Við þess­um spurn­ing­um fást eng­in svör. Samt eru þetta grund­vall­ar­spurn­ing­ar. Svo virðist sem þetta sé al­gjör­lega mats­kennt. Það er eng­in tala eða nokk­ur mörk sem miðað er við. Matið virðist vera hundrað pró­sent hug­lægt.

Þurfi upp­færð stofn­möt
Í aðgerðaáætl­un, sem samþykkt hef­ur verið af vott­un­ar­stof­unni og er ætlað að stuðla að því að end­ur­heimta vott­un MSC, er í gróf­um drátt­um lagt til að bætt verði skrán­ing á meðafla hjá sjó­mönn­um, net verði ekki lögð grynnra en á 15 metra dýpi og að lokað verði þeim svæðum þar sem vænta megi meiri meðafla sels og skarfa.
Axel seg­ir að inn­an raða smá­báta­sjó­manna sé yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti fyr­ir því að farið verði var­lega í að verða við þess­um kröf­um.
„Þau gögn sem liggja að baki niður­fell­ingu vott­un­ar­inn­ar benda til þess að byrja þurfi á að fá upp­færð stofn­möt á þeim teg­und­um sem um ræðir og að upp­reikna þurfi meðafla í sam­hengi við teg­unda­dreif­ingu, dýpi og árs­tíma, seg­ir hann.
„Sjó­menn okk­ar eru þeirr­ar skoðunar að meðafli við veiðar þeirra á þeim teg­und­um sem hér um ræðir geti ekki verið aðalástæða fyr­ir fækk­un í viðkom­andi stofn­um, ef um fækk­un er að ræða. Nefna má að litið hef­ur verið á sel­inn sem mein­dýr í ís­lenskri nátt­úru af hálfu grein­ar­inn­ar og yf­ir­valda og að greitt var fyr­ir að drepa hann allt til síðustu ára­móta.
Þá megi enn hver sem er veiða sel án veiðileyf­is, og séu þar eng­ar magntak­mark­an­ir á.
Er vott­un­in nauðsyn­leg?
„Einnig má nefna að við skot­veiðar á teistu var ár­lega veitt meira en tvö­falt það magn sem Hafró reiknaði út sem meðafla við grá­sleppu­veiðar, en skot­veiðar á teistu hafa verið bannaðar frá síðasta ári.
Axel seg­ir að eft­ir að vott­un fékkst bendi ekk­ert til þess að það verð sem grá­sleppu­sjó­menn fá fyr­ir sinn hlut hafi hækkað. Var­an sé að vísu mjög háð fram­boði og eft­ir­spurn og því sé erfitt að reikna út áhrif vott­un­ar­inn­ar einn­ar og sér.
„Við get­um held ég öll verið sam­mála um að hér við land verði stundaðar sjálf­bær­ar veiðar, á grá­sleppu sem og öðrum teg­und­um. En því má ekki gleyma, að vott­un um sjálf­bærni ann­ars veg­ar og sjálf­bær­ar veiðar hins veg­ar er ekki sami hlut­ur­inn. Við get­um og mun­um viðhalda sjálf­bær­um veiðum án þess að til þurfi að koma alþjóðlegt fyr­ir­tæki, sem inn­heimt­ir svo gjald í hlut­falli við verðmæti þeirr­ar vöru sem seld­ar eru með merkj­um vott­un­ar­inn­ar.
Viðtalið birt­ist fyrst í síðasta sér­blaði 200 mílna um sjáv­ar­út­veg, sem fylgdi Morg­un­blaðinu 14. des­em­ber.