Áminning eins gildir á alla báta viðkomandi útgerðar

LS vekur athygli útgerðarmanna á því að Fiskistofa hyggst breyta verklagi 
er varðar stjórnsýsluframkvæmd við ákvörðun á viðurlögum er varða ítrekuð brot.
Þetta varðar útgerðir sem gera út fleiri en einn bát.   
Eftir að einn bátur útgerðar fær áminningu, gilda ítrekunaráhrif brota á alla báta viðkomandi útgerðar. Við annað brot útgerðar getur sá bátur sætt viðurlögum sem ákveðin verða, í stað áminningar við fyrsta brot hvers báts eins og framkvæmd Fiskistofu hefur verið hingað til.