Skoðun báta og búnaðar

Nú styttist í vorið og margir strandveiðimenn farnir að huga að bátum sínum fyrir vertíðina.
Bendum við á að rétt er að huga að skoðun í tíma á eftirfarandi atriðum:
björgunarbáti 
slökkvitækjum 
lyfjakistum 
dagsetningum á neyðarblysum og björgunargöllum sem skoða þarf á 5 ára fresti
Hér að neðan er listi sem hver bátur ætti að hafa um borð til áminningar um það sem þarf reglulega að fara yfir og hafa í huga til að auka öryggi. Gátlisti til að prenta.pdf
Dælubúnaður vél, eldsneytis og rafkerfi.

Gróðurmyndum í tönkum sem geta orsakað stíflu í olíukerfum og síum. (Gerist stundum                eftir langt stopp)
Hreinsa eldsneytisolíukerfi, olíugeyma, lagnir og síur sérstaklega vel eftir langa legu báts.
Athuga með olíumæla, eru þeir að sýna rétta olíustöðu um borð? Er hægt að mæla                      olíustöðuna um borð ef mælir er bilaður?
Athuga ástand rafgeyma og ef vafi er um ástand, biðja skoðunamenn um að álagspófa                 geymana. 
Eru lensidælur og lagnir frá dælu í lagi? (Æskilegt að hafa færanlega handdælu um borð?)
Vara olíu og vatns síur og verkfæri til að skipta um þær.
Vara reimar og verkfæri til að skipta um þær.
Varabirgðir af smurolíu.
Landfestar í góðu ásigkomulagi?
Ankeri klár og tilbúin til notkunar?
Stýri og neyðarstýri í lagi?
Siglingaljós í lagi?
Úti hátalarar fyrir talstöð í lagi?
Neyðar og björgunarbúnaður.
Yfirfara frágang á losunarbúnaði björgunarbáta.
Björgunarbúningar og -vesti aðgengileg.
Handslökkvitæki aðgengileg. (Ekkert að því að hafa fleiri en reglugerðir gera ráð fyrir)
Neyðarútgangar greiðfærir.
Neyðarstigi í lagi. (Fastur stigi á skut)
Sjúkrakassi í lagi.
Neyðarblys.
Neyðarsendar. 
Vasaljós + auka rafhlöður.
Dráttartóg.
Fjarskipti og sigling.

Talstöð, AIS og sími í lagi.
Loftnet fyrir talstöð AIS og síma í lagi.
Sýnir AIS tæki réttar upplýsingar þ.e. auðkenni báts og nafn (hægt að athuga á                              marinetraffic.com). 
Brottför
Að allt sé í lagi sem listað hefur verið upp hér að ofan.
•       Sinnið nýliðafræðslu ef nýr aðili kemur með í sjóferð og leggið áherslu á staðsetningu                   björgunarbúnaðar og losun björgunarbáts
Lögskráning samkvæmt reglum, trygging áhafnar, réttindi og öryggisfræðsla skipverja í lagi.
Athuga veðurspá.
Næg hvíld fyrir sjóferðina.
Þekking á stjórnbúnaði báts og stöðuleika.
Næg eldsneytisolía fyrir sjóferðina.
Sjóbúnaður í lagi.
Kveikja á AIS tæki fyrir brottför
Tilkynna brottför til strandstöðvar á rás VHF 09 eða með vss appinu.
Talstöð stillt á Dual Watch (vinnurás og rás 16) eða rás 16.
Tilkynna við brottför ef tilgangur er annar en Strandveiðar.
Klæðast „fleytibúnaði við vinnu á þilfari.
Sjókort (uppfært) af svæðinu sem veiðar eru stundaðar á.