Tæp vika er i að strandveiðar hefjist. 2. maí er upphafsdagur þeirra í ár. Veiðarnar verða með líku sniði og á síðasta ári. 12 veiðidagar í mánuði þar sem heimilt verður að róa fjóra daga í viku mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag.
Fiskistofa hefur opnað fyrir umsóknir um strandveiðileyfi.
Þar er sérstaklega vakin athygli á að ef hefja á veiðar 2. maí þá skal umsókn hafa borist Fiskistofu fyrir kl 15:00 þann 30. apríl og greiðsluseðil þarf að greiða fyrir kl 21:00 þann sama dag.
Rétt er að vekja athygli á að ein breyting var gerð á fyrirkomulagi veiðanna frá í fyrra. Hún felst í að heimilt verður að segja sig frá strandveiðum og hefja veiðar samkvæmt almennu veiðileyfi í byrjun næsta mánaðar eftir tilkynningu.
Nánar verður kveðið á um dagsetningar í reglugerð sem væntanleg er á næstu dögum.
Lögin um strandveiðar voru birt í Stjórnartíðindum sl. miðvikudag og því ljóst að laga- og reglugerðarumhverfi kemur ekki í veg fyrir að strandveiðar hefjist 2. maí.