Samgöngustofa hefur í samráði við Siglingaráð gefið út „Gátlista fyrir sjósókn.
Með reglulegri yfirferð á þeim atriðum sem eru á gátlistanum er á auðveldanhátt hægt að auka öryggi til sjós.
Haka við – dæmi:
Búnaður bátsins
„Athugið ástand rafgeyma. Ef vafi er á ástandi þeirra skuluð þið biðja skoðunarmenn um að álagsprófa geymana.
Fjarskipti
„Tryggið að öll fjarskiptatæki séu í lagi. Verið viss um að loftnet fyrir talstöð AIS og síma séu í lagi.
Auk þess sem fram kemur í gátlistanum bendir LS smábátaeigendum á að sinna nýliðafræðslu þar sem m.a. er lögð áhersla á staðsetningu björgunarbúnaðar og losun björgunarbáts.