Brimfaxi, félagsblað Landssambands smábátaeigenda er komið út, sjómannadagsblaðið 2019. Það hefur verið sent til allra félagsmanna LS og fjölmargra velunnara smábátaútgerðarinnar.
Í sjómannadagsblaðinu 2019 er ýmislegt að finna:
- Leiðari eftir Örn Pálsson, framkvæmdastjóra LS
- Viðtal við Axel Helgason, formann LS
- Grein eftir Jón Kristjánsson fiskifræðing um „smáfiskaverndina og skort á rannsóknum hvað hana varðar
- Viðtal við Ómar Sigurðsson, strandveiðimann
- Magnús Jónsson, f.v. Veðurstofustjóri skrifar um brottkast
- Umfjöllun um handfæraveiðar og önnur um ímynd trillukarlsins
og ýmislegt fleira.