Gefin hefur verið út reglugerð um veiðar á makríl. Samkvæmt henni verður heimilt að veiða 140.240 tonn á árinu 2019. Áður en aflanum verður skipt á grundvelli aflahlutdeildar eru dregin frá 12.933 tonn og koma því 127.307 tonn til aflamarks.
Það sem dregið er frá aflamarki skiptist þannig:
- 1.500 tonn til rússneskra skipa skv. tvíhliðasamningi þjóðanna
- 7.433 tonn (5,3%) sem boðin eru á skiptimarkaði
Vakin er athygli á að samhliða reglugerðinni hefur Fiskistofa úthlutað til bráðabirgða hlutdeildum í makríl og 80% af aflamarki í samræmi við aflahlutdeild hvers aðila. Frestur til að koma athugasemdum á framfæri til Fiskistofu um forsendur úthlutunar er til 10. júlí 2019.
Aflastöðulistinn sýnir 80% þess sem viðkomandi fær í aflamark miðað við 127.307 tonna leyfilegs heildarafla. Þær heimildir sem falla undir dálkinn „Sérstakar úthlutanir eru ónýttar heimildir frá 2018 sem úthlutað var úr gamla pottakerfinu.