Kvótasetning grásleppu – athugasemdir LS

Í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið til kynningar og athugasemda drög að frumvarpi sjávarútvegsráðherra um breytingu á lögu um veiðar í fiskiveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).
Þar er gert ráð fyrir að í stað þess að leyfishöfum verði heimilt að veiða í ákveðinn fjölda daga á hverri vertíð verði hverjum og einum úthlutað kvóta sem tekur mið af þremur bestu aflaárum þeirra á tímabilinu 2013 – 2018 að báðum árum meðtöldum.
Ef af verður er hér um gríðarlega breytingu að ræða.  Viðbrögð félagsmanna sýna að skoðanir eru mjög skiptar hvort áfram eigi að byggja á því fyrirkomulagi sem verið hefur sl. fjóra áratugi eða því sem lagt er til í frumvarpsdrögunum.
Landssamband smábátaeigenda sendi ítarlega umsögn um málefnið.
Umsögn LS
190807logo_LS á vef.jpg