Verðlagsstofa skiptaverðs
hefur sent frá sér skýrslu
Í skýrslunni koma fram upplýsingar um meðalverð á makríl sem er landað til frekari vinnslu til manneldis í landi eða bræðslu og afurðaverð á helstu afurðaflokkum makríls. Verðsamanburðurinn nær til 7 ára, 2012 – 2018.
Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að á árinu 2018 er meðalverð á öllum makríl 294% hærra í Noregi en á Íslandi. Sundurliðað er meðalverð á makríll til vinnslu 226% hærra í Noregi og til bræðslu er verðmunurinn 43%.
Í skýrslunni er einnig borið saman afurðaverð. Á árinu 2018 er útflutningsverð á makrílflökum 62% hærri frá Noregi en héðan og 17% verðmunur er á heilfrystum makríl og hausskornum.