Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og stjórn LS funduðu fyrr í dag. Fundurinn var haldinn að frumkvæði ráðherra þar sem rædd voru drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020 sem nú er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Eins og fram hefur komið er mikil óánægja með ákveðin atriði reglugerðarinnar einkum það sem snýr að fækkun neta. Að heildarlengd sem hver bátur má hafa í sjó verði aðeins helmingu þess sem verið hefur, fari úr 7.500 m í 3.750 m.
Góður andi ríkti á fundinum og voru aðilar sammála um að þörf væri á breytingum. LS vinnur nú að umsögn um reglugerðina sem send verður í samráðsgáttina á næstu dögum.
Frá fundi ráðherra með stjórn LS Axel Helgason