Smáforrit í síma sem rafræn afladagbók

Fiskistofa hefur hafið kynningu á Afladagbókinni, sem er smáforrit sem hægt er að sækja og hlaða niður í símann hjá sér útgerðaraðilum að kostnaðarlausu.  Eftir að viðkomandi hefur virkjað forritið – Afladagbókina – getur hann á einfaldan hátt uppfyllt skilyrði væntanlegrar reglugerðar um skráningu afla.
Screenshot 2020-01-16 at 15.34.33 (1).png
Með Afladagbókinni leggst af öll pappírs skráning og upplýsingar um sjóferð berast rafrænt til Fiskistofu.
Afladagbókin virkar þannig að eingöngu þarf að vera í síma- eða netsambandi  við upphaf og lok veiðiferðar.  Afladagbókin skráir sjálfkrafa staðsetningu bátsins við veiðar og skipstjórnarmenn skrá afla, ástand hans og meðafla með einföldum hætti í forritinu.