Samkvæmt reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020 verður heimilt að hefja grásleppuveiðar nk. þriðjudag 10. mars eða 10 dögum fyrr en upphafstími undanfarinna ára.
Fiskistofa hefur opnað fyrir umsóknir um grásleppuleyfi.
Þar sem ekki lengur kveðið á um svæðaskiptingu í reglugerð gilda leyfi nú fyrir grásleppuveiðar hvar sem er við landið. Undantekning á fyrrgreindum upphafstíma er innanverður Breiðafjörður þar sem óheimilt er að hefja veiðar fyrr en 20. maí.
Auk þess að svæðaskipting er afnumin er veiðitímabil nú lengra en verið hefur. Heimilt verður að nýta veiðidaga sem leyfið tekur til frá 10. mars til og með 12. ágúst (156 dagar), sem áður takmarkaðist við 20. mars til og með 30. júní (102 dagar) og í innanverðum Breiðafirði frá 20. maí til og með 12. ágúst (85 dagar).