LS hefur sent sjávarútvegsráðherra erindi þar sem óskað er eftir að hann bregðist við þeim vanda sem COVID-19 kann að hafa varðandi fiskveiðar á komandi mánuðum.
LS telur brýnt að ráðherra felli nú þegar úr gildi reglugerð um friðun hrygningarþorsks. Að óbreyttu hefst hrygningarstopp 1. apríl nk.
Þá hefur LS óskað eftir að ráðherra leggi fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða.
a. Ákvæði um veiðiskyldu gildi ekki fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.b. Takmörkun á flutningi ónýttra aflaheimilda milli ára verði afnumin.
LS hefur til skoðunar fleiri atriði sem ljóst er að COVID-19 veiran mun hafa áhrif á á komandi mánuðum. T.d. er ljóst að gera þarf breytingar fyrirkomulagi strandveiða sem hefjast 4. maí nk. Að veiðileyfi gildi í 48 daga og nái til lengri tíma en í 4 mánuði.