Grásleppunefnd LS – dögum verði fækkað

LS sendi sjávarútvegsráðuneytinu bréf fyrr í dag varðandi tillögu grásleppunefndar LS um fjölda veiðidaga á yfirstandandi vertíð.  Þar kemur fram að nefndin hafi farið yfir tillögu Hafrannsóknastofnunar um að leyfilegur heildarafli á vertíðinni fari ekki umfram 4.646 tonn.
Á grundvelli þess að hver umvitjun nú skilar nokkru meiri afla en í fyrra ákvað nefndin að leggja til að dögum mundi fækka milli ára úr 44 í 39, þó ekki fleiri en 40.
Sjá afrit af bréfi:  200402 Veiðidagar á grásleppu.pdf
Fjöldi veiðidaga 44
Með reglugerð sem ráðherra hefur undirritað og send hefur verið til birtingar í Stjórnartíðindum kemur fram að ráðherra tekur ekki undir sjónarmið grásleppunefndar LS. Reglugerðin kveður á um að fjöldi veiðidaga á vertíðinni 2020 verði 44.
200402.jpg