„Færri bátar á grásleppu en á síðustu vertíð

Eftirfarandi úr frétt RÚV 4. apríl sl.:
„Lágt afurðaverð hefur dregið úr sókn í grásleppuveiðar í upphafi vertíðar. Kínverjar kaupa enga grásleppu og hrognaverð er lágt þar sem grásleppuveiðar við Ísland hafa ekki fengið alþjóðlega vottun.
65 bátar hafa landað grásleppu það sem af er vertíðinni en voru 82 á sama tíma í fyrra. En veiðin er góð og meira er komið á land en á þessum tíma á síðustu vertíð. „Það má segja það að hjá þessum 65 bátum sem eru byrjaðar veiðar að það hafi gengið mjög vel hjá þeim,’ segir Örn Pálsson formaður Landssambands smábátaeigenda.