Góð veiði – mun færri bátar

Grásleppuvertíðin hefur farið vel af stað.  Veiði á hvern báta er helmingi meiri en á sama tíma í fyrra og afli hverrar veiðiferðar einnig nokkuð betri.
Það veldur hins vegar miklum vonbrigðum hversu fækkað hefur bátum sem stunda veiðarnar, 38% færri nú á veiðum en á sama tíma í fyrra aðeins 67 bátar búnir að leggja en 103 í fyrra.  
Margar ástæður liggja að baki fækkuninni.   Flestir segja allan kostnað við veiðarnar hafa stóraukist á undanförnum árum og hæpið að verð sem nú er í boði skili hagnaði af veiðunum.  Önnur skýring er óvenjuslæmt veður, sem nánast hefur staðið linnulaust frá því lok nóvember.  Þriðja skýringin sem menn nefna er Covid-19.  Samskipti við veiðarnar verða ekki umflúin og því aukin hætta á smiti.
Taflan sem hér birtist sýnir samanburð á milli ára.

      200407/ÖP
Yfirlit grásleppuvertíða til og með 6. apríl
Upphafsdagur 2020 10. mars,           2019 20. mars 2020 2019 breyting frá  fyrra ári
Umsóknir um leyfi 90 bátar 143 bátar -37%
Fjöldi báta með leyfi 89 bátar 140 bátar -36%
Fjöldi báta á veiðum 67 bátar 108 bátar -38%
Afli 677 tonn 729 tonn -7%
Afli pr. bát 10.106 kg 6.753 kg 50%
Fjöldi daga 1.243 1.220 2%
Afli pr. dag 545 kg 598 kg -9%
Fjöldi landana 473  595  -21%
Afli pr. löndun 1.432 Kg 1.226 Kg 17%
Fjöldi með afla > 30 tonn 1 bátur 0 bátar  
             20 að 30 tonnum 6 bátar 2 bátar 200%
             10 að 20 tonnum 20 bátar 23 bátar -13%
Frá upphafi vertíðar 28 dagar 18 dagar 56%
Selt á fiskmörkuðum 199 tonn 136 tonn 46%
Verð pr kg af grásleppu 222 kr/kg 287 kr/kg -23%
Þorskur sem meðafli 234 tonn    
Þorskur seldur á mörkuðum 147 tonn 192 tonn -23%
Verð pr kg af grásleppuþorski 215 kr/kg 241 kr/kg -11%