Í mars sl. óskaði LS eftir því við sjávarútvegsráðherra að hann beitti sér fyrir breytingu á lögum um stjórn fiskveiða sem liti að ákvæði um strandveiðar.
Beiðnin er tilkomin vegna áhrifa af COVID-19.
Í viðræðum sem LS hefur átt vegna erindisins er ljóst að málefnið nýtur skilnings hjá ráðherra. Líklegt er því að á næstu dögum verði hægt að kynna tillögur að breytingum.