Strandveiðar hafnar

Strandveiðar 2020 hófust 4. maí sl.  Ekki var nú veðrinu fyrir að fara þann daginn haugabræla nánast um land allt.  Veðurguðirnir sáu þó aumur á Vestmannaeyingum sem flykktust á sjó á fyrsta degi strandveiða.  Afli var ágætur og náðu flestir „skammtinum.
Að sögn Hrafns Sævaldssonar formanns Farsæls er mikill áhugi fyrir strandveiðum í Eyjum sem sýnir sig best á þátttökunni.  
Alls 20 bátar voru á sjó sl. mánudag.
31253090_1642091325898555_3907312751977955328_o.png
Jói Myndó    
Mikill áhugi er á strandveiðum þetta árið.  Alls voru 423 bátar búnir að fá leyfi til veiðanna í lok gærdagsins.  Flest voru leyfin á svæði A 170 talsins.  
Meðfylgjandi tafla sýnir sundurgreiningu eftir svæðum og fjölda leyfa alls á árunum 2019 og 2018.   Athygli vekur að leyfin á svæði D eru nú orðin fleiri en allt árið 2018 og aðeins vantar 9 leyfi til að ná fjölda leyfa 2019.

 

2020; 5. maí

2019

2018

Svæði A

170

233

205

Svæði B

66

135

109

Svæði C

57

122

121

Svæði D

130

139

123

Samtals

423

629

558

 

Tölur unnar upp úr gögnum frá Fiskistofu