Stuðningur við kröfur LS um strandveiðar

Í apríl sl. sendi LS í samstarfi við svæðisfélög þess nokkrum bæjar- og sveitarstjórnum og landshlutasamtökum bréf þar sem óskað var eftir stuðningi við kröfur félagsins um lagfæringar á fyrirkomulagi strandveiða.  Kröfurnar höfðu verið kynntar sjávarútvegsráðherra bréflega 26. mars og fundað um þær þann 2. apríl.  Smábátaeigendur mátu það svo að strandveiðar væru í uppnámi vegna Covid-19.  
„Í stað þess að 48 veiðidagar skiptist jafnt á 4 mánuði verði heimilt að nýta þá á ársgrundvelli frá 1. maí nk. – 30. apríl 2021.   Auk þess að aflétta fyrrnefndu banni við að róa 3 daga í viku.
Í bréfinu var stiklað á stóru varðandi kynningu á strandveiðum.  
„Á árinu 2019 stunduðu 623 bátar veiðarnar og réru frá flestum höfnum landsins.  Aflabrögð voru ágæt þrátt fyrir miklar ógæftir, alls 10.107 tonn þar af 9.170 tonn þorskur í alls um 16 þúsund sjóferðum.  Aflaverðmæti nam 3 milljörðum.  
Fyrirkomulagi veiðanna
„heimilt að stunda strandveiðar í 4 mánuði á ári hverju, maí, júní, júlí og ágúst, að hámarki 12 daga í hverjum mánuði.  Hver bátur má hafa 4 handfærarúllur til að veiða alls 774 kg af þorski á 14 klukkustundum mælt úr og í höfn.  Óheimilt er að stunda veiðar 3 daga í viku föstudaga, laugardaga og sunnudaga, auk rauðra daga.  Þessu til viðbótar bætast við náttúrulegar aðstæður, veður og fiskgengd á grunnslóð.
Mikilvægi þeirra fyrir stjórnkerfi fiskveiða
„þær gefa hverjum og einum tækifæri til að stunda veiðar í atvinnuskyni án þess að eiga það á hættu að fá ekki árlega heimild til veiða.  Með því ákvæði er uppfyllt athugasemd sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gerði við fiskveiðistjórnun hér á landi þann 24. október 2007.
Á þeim tíma sem bréfið var ritað var reynt að kortleggja helstu áhrif sem Covid-19 gæti haft á starf allra smábátaeigenda.
„Gera má ráð fyrir að sóttkví, sýking og veikindi geti haft þar áhrif sem koma mun í veg fyrir að hægt verði að stunda veiðar með eðlilegum hætti.  Verð er afar ótryggt, ekki síst þar sem aflinn fer að mestum hluta ferskur á dagvörumarkað og veitingahús.  Þrátt fyrir að krónan hafi fallið um 10% gagnvart evru í mars er verð á línuveiddum óslægðum þorski 15% lægra en það ætti að vera.  Hvað það verður í maí þegar strandveiðar hefjast er ómögulegt að segja, en afar ólíklegt er að verð þá verði viðunandi fyrir útgerð strandveiðibáta.
Svör hafa nú borist frá sex bæjarfélögum sem öll taka undir mikilvægi strandveiða.  Hér eru birtar myndir af undirtektum.
Vesturbyggð

Vesturbyggð.png

Bolungarvík: 

200428 samþykkt.png

Grundarfjarðarbær:

Screenshot 2020-05-13 at 16.54.13.png
Hornafjörður
200428.png

Skagafjörður
Screenshot 2020-05-13 at 17.00.52.png
Skagaströnd
200424 viðbrögð.png
Snæfellsbær

Screenshot 2020-05-13 at 17.05.26.png