Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að hækka hlutfall úthlutaðs aflamarks sem flytja má yfir á næsta fiskveiðiár úr 15% í 25%.
LS sendi ráðherra erindi 26. mars sl. þar sem farið var fram á tilslökun veiðiskyldu og færslu milli ára vegna áhrifa af Covid-19.
Í niðurlagi bréfs LS sagði:
Útgerðaraðilar sem LS hefur rætt við fagna ákvörðun ráðherra en hefðu kosið vegna skipulagninga veiða að hún hefði legið fyrr fyrir.