Grásleppa – að hámarki 15 tonn

Í reglugerð um bann við hrognkelsaveiðum voru felld úr gildi öll útgefin veiðileyfi til grásleppuveiða frá 2. maí sl.  Auk þess var veitt heimild til útgáfu leyfis til veiða í allt að 15 daga á Breiðafirði, svæði 2.  Skilyrði fyrir slíku leyfi er að hafa stundað grásleppuveiðar á svæðinu árin 2018 eða 2019 enda hafi leyfin tekið gildi 20. maí eða síðar.
Reglugerð sem birt var í Stjórnartíðindum 18. maí sl. kveður á um að bátur sem fær leyfi til grásleppuveiða á innra svæði Breiðafjarðar getur að hámarki landað 15 tonnum af grásleppu á grásleppuvertíðinni 2020.
Fiskistofa hefur með fyrirvara birt nöfn þeirra 49 báta sem rétt eiga til veiða samkvæmt framanrituðu.   Sjá nánar frásögn Fiskistofu. 
Þegar þetta er ritað hafa 20 útgerðir virkjað sín leyfi frá og með 20. maí næstkomandi.