Atvinnuleysi er böl

Eins og fram hefur komið áttu formaður og framkvæmdastjóri LS fund með atvinnuveganefnd Alþingis þann 4. júní sl.  Á fundinum gerðu þeir grein fyrir stöðu strandveiða sem þeir sögðu alla þá sem kæmu að þeim veiðum hafa miklar áhyggjur af.  Að loknum góðum umræðum um málefnið lýsti formaður nefndarinnar Lilja Rafney því yfir að að hún hefði fullvissu fyrir því að leitað yrði allra leiða til að koma í veg fyrir stöðvun strandveiða áður en tímabilinu lyki þann 31. ágúst.
20200506_182315.png
Til að hnykkja enn betur á erindinu sendu forsvarsmenn LS nefndinni bréf.  Þar kemur m.a. eftirfarandi fram:
„Strandveiðar hafa verið stundaðar frá árinu 2009.  Veiðarnar eru gríðarlega mikilvægt innlegg í útgerðarflóru landsins.  Auk þess að hafa styrkt stöðu Íslands á alþjóðavettvangi gagnvart athugasemd mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna hafa veiðarnar dregið úr deilum um stjórnkerfi fiskveiða.

Almenn ánægja er meðal þjóðarinnar með strandveiðar og mikilvægi þeirra fyrir hinar dreifðu byggðir.


Auk náttúrulegra aðstæðna veðurs og fiskgengdar á grunnslóð sveiflast heildarafli í takt við fjölda báta.  Vegna fjölgunar báta á strandveiðum er útlit fyrir að útgefinn heildarafli náist áður en möguleiki er á 48 veiðidögum, 12 í hverjum mánuði.  Þegar slíkt blasir við getur það haft í för með sér óæskilegt kapp til sjósóknar.  Aukin áhersla lögð á að nýta hvern einasta dag, að róa í veðrum sem þeir hefðu annars ekki farið á sjó.   

Aflaheimildum sem hér hefur verið hvatt til að bætt verði við strandveiðar yrðu ekki frá neinum teknar, að óbreyttu mundu þær því ekki nýtast til verðmæta með veiðum á hamfaraárinu mikla 2020.

      • „Ástandið í þjóðfélaginu hrópar á aukinn gjaldeyri.  Ætla má að viðbótarheimildir til strandveiða gefi á annan milljarð í útflutningsverðmæti. Strandveiðar eru gott mótvægi við minnkandi þorskveiði stærri skipa á næstu þremur mánuðum.

      • Atvinnuleysi er böl.  
Vilji er allt sem þarf til að draga máttinn úr þeim vágesti.
IMG_0070.png
Ljósmyndir – Páll Janus