Athugasemdir og eftirfylgni frá Axel Helgasyni fv. formanni LS hafa orðið til þess að Hafrannsóknastofnun hefur leiðrétt aflaráðgjöf í grásleppu. Í stað þess að stofnunin ráðlagði að heildarafli færi ekki umfram 4.646 tonn hefur ný ráðgjöf verið gefin út uppá 5.200 tonn.
Leiðréttingin er gríðarlega mikilvæg og kemur til með að hafa áhrif á ráðgjöf stofnunarinnar í náinni framtíð. Aflatölur sem byggt hefur verið á fá þannig að standa óbreyttar. Lækkun á grundvelli nýrrar viðmiðunar sem stofnunin ákvað fyrir yfirstandandi vertíð hefur þar með verið felld úr gildi.
Hækkun ráðgjafar nú um 12% kemur einnig á áðurútgefna upphafsráðgjöf næstu vertíðar.
LS leggur áherslu á að hafi Hafrannsóknastofnun fyrirætlanir um breytingar á forsendum ráðgjafar er nauðsynlegt að vanda til verka og hafa um það víðtækt samráð við hagsmunaaðila.
Áætlað útflutningsverðmæti þess magns sem leiðréttingin skilar er um 250 milljónir.