Strandveiðisjómenn um land allt velta því nú fyrir sér hvenær Fiskistofa ákveður að stöðva veiðar. Að loknum veiðum í gær stóð þorskaflinn í 10.224 tonnum.
Fiskistofa túlkar reglur svo að þegar strandveiðiafli nær útgefnum afla í reglugerð um strandveiðar skuli stöðva veiðarnar. Í reglugerðinni er ásamt heildarafla 11.820 tonnum einnig miðað við þorsk 10.720 tonn, ufsa 1.000 tonn og gullkarfa 100 tonn. Þegar afli nær einni af þessum tölum sé skylt að stöðva veiðar.
Eins og áður hefur komið fram mótmælti LS breytingu sem gerð var á reglugerð um strandveiðar 2019. Með henni hefðu veiðiheimildir i verið skertar um 1.000 tonn. Svör ráðuneytisins voru að reglugerðin fæli ekki í sér neinar efnisbreytingar og það rökstutt með tilvitnun í reglugerð um veiðar í atvinnuskyni.
Nú blasir við að breytingin veldur því að fyrirsjáanleg ótímabær stöðvun strandveiða hefði vart komið til hefði reglugerðin verið óbreytt. Í 2. mgr. 3. ml. 6. gr. a lögum um stjórn segir eftirfarandi um stöðvun strandveiða:
„Þá skal Fiskistofa með auglýsingu í Stjórnartíðindum stöðva strandveiðar þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla, að ufsa undanskildum, verði náð samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur um strandveiðar fyrir hvert ár.
Leyfilegur heildarafli 2019 var 11.100 tonn af óslægðum botnfiski. Hefði reglugerðinni ekki verið breytt væri hann nú 11.820 tonn. Samkvæmt aflatölum Fiskistofu, að teknu tilliti til ufsaafla, væru nú 1.137 tonn ónýtt. Stöðvun veiða hefði þannig ekki komið til álita hefði reglugerð um strandveiðar verið óbreytt.
Á hádegi þriðjudaginn 11. ágúst 2020