Fiskistofa hefur tilkynnt um breytta framkvæmd línuívilnunar. Samkvæmt breytingu sem gerð hefur verið á reglugerð verður ekki lengur gerð krafa um að aðilar tilkynni í upphafi hvers fiskveiðiárs um fyrsta línuróður til ívilnunar. Þeir sem fengið hafa línuívilnun fá hana nú sjálfkrafa sem gildir þar til útgerðaraðili tilkynnir annað.
Með öðrum orðum:
„Þeir sem hafa haft línuívilnun virkjaða á fiskveiðiárinu 2019/2020 þurfaþví ekki að sækja um línuívilnun aftur fyrir fiskveiðiárið 2020/2021.