Útflutningstölur á ferskum heilum þorski sýna mikla aukningu milli ára. Á fyrstu sjö mánuðum ársins var magnið farið að nálgast átta þúsund tonn á móti rúmum fimm þúsund á sama tíma í fyrra. Aukning um 52%.
Verðmæti þessara 7.820 tonna nemur um 3,3 milljörðum.
Þegar sú spurning var lögð fyrir sérfræðinga, hverjir væru stærstu kaupendurnir? Þá var rétt svar ekki innan seilingar hjá þeim. Danmörk tók við 30% alls magnsins. Til Hollands var flutt 26% og Bretland var í þriðja sæti með 18% þess magns sem flutt var út af ferskum heilum þorski á tímabilinu janúar – júlí á þessu ári.
Á öllu árinu 2019 voru alls flutt út 9.212 tonn af ferskum heilum þorski. Til Bretlands 45%, Holland með 17% og Pólland með 11%.
Tölur unnar upp úr gögnum frá Hagstofu Íslands