Í Fiskifréttum þann 10. september birtist grein eftir Örn Pálsson.
Í greininni gagnrýnir Örn hversu illa hefur gengið að koma kvótanum til skila, innan við 30% heimilda hafði verið úthlutað við lok síðasta fiskveiðiárs.
LS vill einfalda reglur og byggðakvótar verði alfarið nýttir með veiðum dagróðrabáta.
Úthlutun verði með ívilnun á aflaheimildir við löndun, sami háttur og hafður er á með línuívilnun.
Jafnframt verði í upphafi hvers fiskveiðiárs 10 tonnum úthlutað til útgerða sem haft hafa heimilisfesti í viðkomandi byggðarlagi sl. 10 ár.