Atvinnu- og byggðakvótar – 5,3%

Í samráðsgátt stjórnvalda er nú til kynningar og athugasemda frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.).  Þar eru lagðar til ýmsar breytingar þar sem sumar þeirra ganga þvert á þá stefnu sem unnið hefur verið eftir.  Skýrasta dæmið þar um eru:
Strandveiðar 
Frumvarpið gerir ráð fyrir að veiðikerfi strandveiða verði breytt og tekið upp sams konar fyrirkomulag og var árið 2017.  Aflaheimildum skipt milli landsvæða og á tímabil.  Veiðar stöðvaðar innan tímabila þegar heimildum hefur verið náð.  Vegna þess að ekki er gert ráð fyrir veiðum 4 daga í viku eins og áður var, heldur allir dagar vikunnar undir, má búast við að ekki verði mikið búið að hverju tímabili þegar tilkynning um veiðistöðvun verður gefin út.  Þá er veiði hvers leyfishafa takmörkuð við 12 daga í hverjum mánuði.
Fallið frá því að hafa sameiginlegan heildarpott fyrir allt landið eins og verið hefur sem tryggir að hvert landsvæði fær jafnmarga daga. 
LS mun krefjast þess að hver strandveiðibátur fái heimild til að veiða 48 daga ár hvert.
Helstu atriði frumvarpsins og breytingar sem gerðar eru á núverandi tilhögun eru hér taldar upp í 7 liðum.
1. Sérstakt ákvæði verði í lögunum um að 5,3% verði dregin frá heildarafla sem 
        ráðherra ákveður, áður en aflamarki er úthlutað samkvæmt hlutdeild hvers og eins 
        skips.*
2. Markmið og tilgangur einstakra þátta atvinnu- og byggðakvóta verði sérstaklega 
        tilgreind og eru eftirtalin:  
a. Byggðakvótum ætlað að efla atvinnulíf í dreifðum sjávarbyggðum til framtíðar.
b. Strandveiðar, línuívilnun og frístundaveiðar skulu stuðla að fjölbreytni og veita 
        tækifæri til nýliðunar í sjávarútvegi um land allt.
c. Varasjóður – ætlað að bregðast við óvæntum áföllum í dreifðum 
        sjávarbyggðum.
d. Óskilgreint tilraunaverkefni til byggðaþróunar.
Aflamagni samkvæmt þessu ákvæði er heimilt að flytja milli fiskveiðiára.
3. Einstaka þáttum verði mörkuð föst hlutdeild til 6 ára og fái árlegt aflamagn frá því 
        sem 5,3% gefur hverju sinni.
4. Fast hlutfall almenns byggðakvóta verði úthlutað árlega til dreifðra sjávarbyggða.  Án 
        skerðinga til byggðarlaga sem telja 1.000 íbúa og færri, en skerðist um 0,1% við 
        hvern íbúa umfram 1.000 upp að 2.000 íbúum.  Ráðherra setur í reglugerð almenn 
        skilyrði fyrir úthlutun er m.a. varða skráningarstað, skráningartíma, eignarhald, 
        skiptingu milli fiskiskipa, lágmarksverð, tryggingar fyrir greiðslum og framkvæmd 
        úthlutunar.
5. Ráðherra setji reglur um samninga sem Byggðastofnun geri við einstök sveitarfélög 
        um útfærslu, framkvæmd og eftirfylgni á almennum byggðakvóta.  Byggðastofnun  
        verði heimilt að bjóða opinberum aðilum, samtökum sveitarfélaga og fyrirtækjum 
        aðild að slíkum samningum.                                                                                                                                          
6. Ónýttur afli í línuívilnun sem hingað til hefur komið til viðbótar við aflaviðmun í þorski 
        til strandveiða komi samkvæmt frumvarpinu sem viðbót við almennan byggðakvóta.
7. Rækju- og skelbætur verði minnkaðar í skrefum á tveggja ára tímabili og falla þá 
        niður.  Í stað þeirra komi varasjóður til að mæta óvæntum áföllum sem haft hafa 
        neikvæð byggðaáhrif.
* í þessu skyni er rétt að benda á að áður en 5,3% voru reiknuð á yfirstandandi fiskveiðiári höfðu verið dregin frá 5.733 tonn til veiða erlendra skipa hér við land, þar af 2.320 tonn af þorski.
Almennur byggðakvóti – opnað á ívilnun
Í útskýringum á nýrri grein (15. b) er bent á að ráðherra sé heimilt með reglugerð að kveða nánar á um samninga Byggðastofnunar við sveitarfélög og samspils við sértækan byggðakvóta (Byggðastofnunar).  Í skýrslu starfshóps til ráðherra kemur fram að sveitarfélög gætu gert samninga um nýtingu almenns byggðakvóta án vinnsluskyldu.  „Annars vegar væri hægt að nýta byggðakvótann sem löndunarívilnun, þannig að fiskiskip sem lönduðu afla á viðkomandi stað og uppfylltu tiltekin skilyrði fengju tiltekna ívilnun þar til almenni byggðakvótinn væri uppurinn.  Hins vegar væri hægt að veita smábátum sem gerðir væru út frá byggðakjarnanum veiðileyfi til að fiska þann byggðakvóta sem úthlutað væri vegna byggðakjarnans, óháð eign á kvóta. 
Línuívilnun
Í frumvarpinu er ekki viðurkennd mikilvægi línuívilnunar.  LS hefur á undanförnum árum bent á að nauðsynlegt sé að ívilnað sé á allar línuveiðar dagróðrabáta minni er 30 brt þar sem hámarkslengd er styttri en 15 metrar.  Auka verður þrýsting á kröfu LS þannig að hún verði tekin inn í frumvarpið og aflaheimildir auknar eins og til þarf.
Það vekur undrun og spurningu hverjum sé verið að þjóna með ákvæði um að nýtist línuívilnun ekki að fullu skuli það sem eftir stendur leggjast við byggðakvóta, en ekki eins og hefð er fyrir að þær komi til viðbótar við strandveiðar.
Ýmsar breytingar
Miðað við heimildir sem ætlaðar eru í pottana á yfirstandandi fiskveiðiári hefðu þorskheimildir til strandveiða samkvæmt frumvarpinu orðið 9.274 tonn, en ekki 10.000 tonn.  Viðbót yrði torsótt þar sem ónýtt línuívilnun kæmi til viðbótar við almennan byggðakvóta.  Veiðiheimildir til strandveiða á nýliðnu sumri voru 10.720 tonn, þar sem megnið af 720 tonna viðbót kom frá línuívilnun.  
Línuívilnun yrði hins vegar 1.710 tonn af þorski en er nú 1.200 tonn.  Á nýliðnu fiskveiðiári voru 1.443 tonn nýtt og að óbreyttu verður það lægra í ár.  Mismunurinn færi hins vegar ekki í strandveiðar eins og verið hefur, hann mundi leggjast við almennan byggðakvóta. Breytingin opnar þannig leið til að færa heimildir af dagróðrabátum yfir á togara, sem nú þegar eru með mikið magn af almenna byggðakvótanum.  
LS mun áfram leggja áherslu á að allur byggðakvótinn verði nýttur af dagróðrabátum þar sem úthlutun væri sem ívilnun á kvóta við löndun.  
Sáttmáli ríkistjórnarinnar
Rétt er að vekja athygli á og velta fyrir sér hvort frumvarp sjávarútvegsráðherra falli að eftirfarandi sem fram kemur í sjávarútvegskafla sáttmála ríkisstjórnarinnar:
„Mikilvægt er að efla hinar dreifðu sjávarbyggðir og viðhalda fjölbreytni í vaxtarmöguleikum til að tryggja afkomuöryggi þeirra. Vega þarf og meta 
fyrirkomulag þeirra aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir, þ.m.t. strand-
veiða, með það að markmiði að tryggja betur byggðafestu og nýliðun.


Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.).pdf