Aðalfundir – Reykjavík, Árborg, Krókur, Snæfell, Elding

Aðalfundir fimm svæðisfélaga LS hafa nú verið boðaðir.  
Smábátafélag Reykjavíkur ríður á vaðið næstkomandi mánudag 21. september.  Að venju verður fundurinn haldinn í félagsheimilinu að Suðurbugt Geirsgötu 5c efri hæð.  Fundurinn hefst kl 16:00.
Formaður er Þorvaldur Gunnlaugsson
Árborg fundar á Svarta Sauðnum að Unubakka 6 Þorlákshöfn.  Fundurinn verður þriðjudaginn 22. september og hefst kl 17:00.
Formaður Árborgar er Stefán Hauksson
Strandveiðifélagið Krókur heldur aðalfund laugardaginn 26. september.  Fundað verður í sal hjálparsveitarinnar Blakks á Patreksfirði og byrjar fundurinn kl 13.

Formaður Króks er Einar Helgason


Snæfell hefur boðað til aðalfundar sunnudaginn 27. september.   Fundurinn verður haldinn í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði og hefst kl 14:00.
Formaður Snæfells er Runólfur Jóhann Kristjánsson
Elding hefur boðar félagsmenn sína til aðalfundar nk. sunnudag 20. september.  Fundað verður á Hótel Ísafirði og hefst fundurinn kl 14:00.
Formaður Eldingar er Ketill Elíasson