Aðalfundur Fonts var haldinn á Þórshöfn 17. september sl. Á fundinum bar það til tíðinda að Einar Sigurðsson Raufarhöfn sem verið hefur formaður félagsins undanfarin ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Halldór Rúnar Stefánsson Þórshöfn var kosinn formaður Fonts. Þakklæti til Einars fyrir vel unnin störf, jafnframt sem Halldóri er óskað velfarnaðar sem formaður Fonts.
Á fundinum kom fram óánægja með að ekki hefði tekist að tryggja 48 daga til strandveiða. Stöðvun veiða í ágúst hefði komið sérstaklega illa við þá félagsmenn sem þá voru á veiðum.
Einar lýsti áhyggjum sínum af því hvað aflaheimildir á C svæði hafi minnkað undanfarin ár þrátt fyrir verulega aukningu í heildarpott strandveiða og bátum sé að fækka á C svæði, sem sé mikið áhyggjuefni. Harmar hann að formaður og framkvæmdastjóri ásamt hluta
stjórnarmanna LS skuli ekki sjá þessa þróun og loka augunum fyrir þeim staðreyndum að þrátt fyrir að mjög góð aukning hafi komið í heildarpottinn þá henti það fyrirkomulagi sem nú er ekki öllum svæðum.
Á aðalfundi Fonts voru samþykktar eftirfarandi ályktanir:
1. Fundurinn samþykkir að grásleppa sé sett í aflamark og styður það frumvarp semliggur fyrir. Tillagan samþykkt með miklum meirihluta.
2. Fundurinn fer fram á, ef ekki öllum verða tryggðir 48 dagar ístrandveiðikerfinu, að strandveiðikerfið verði fært til fyrra horfs þar sem tekin er uppsvæðaskipting í aflahlutdeild.
Greinargerð : Þrátt fyrir mikla aukningu í heildarpott strandveiða síðustu ár hefur það ekki skilað sér á svæði C og hefur heildarafli á svæðinu minnkað til muna eftir breytingar kerfisins 2017, eins og allar tölur sína.Strandveiðar í september munu ekki skila miklum ávinningi fyrir félagsmenn þar sem tíðarfar, birtuskilyrði og langt sé sótt innan stuttra tímamarka og munu mjög fáir nýta sér það, þannig að lenging strandveiðitímabilsins út september mun ekki skila tilætluðum árangri fyrir félagsmenn Fonts og C svæði alls.
3. Fundurinn lýsir yfir verulegum áhyggjum vegna síaukins þrýstings til veiðastærri skipa á grunnslóð, veiðislóð smábáta.
4. Fundurinn fer fram á að endurskoðað verði lokanir á grunnslóð í Þistilfirði(Heiðargrunni) þar sem lokanir eru byggðar á röngum forsemdum.
5. Fundurinn lýsir óánægju með að aðalfundur LS sé ekki haldinn með hefðbundnumhætti.
Stjórn Fonts
Halldór Rúnar Stefánsson formaðurJón Svansson gjaldkeriJóna Kristjánsdóttir ritariMeðstjórnendur:Oddur JóhannssonBjörgvin HreinssonSkoðunarmaður reikninga:Alla GuðnadóttirFulltrúar Fonts á 36. aðalfund LSEinar E SigurðssonHalldór Rúnar StefánssonOddur Jóhannsson