Fimmtudaginn 15. október verður haldinn 36. aðalfundur Landssambands smábátaeigenda. Fundurinn hefst kl 13:00 og verður fjarfundur.
Fundurinn var boðaður í byrjun september sem fjarfundur. Á tímabilinu sem liðið er hafa sveiflur varðandi fyrirkomulag verið miklar. Allt frá því að hægt yrði að halda fund með eðlilegum hætti til þess sem nú verður raunin.
Fundur verður í stjórn LS nk. mánudag þar sem fyrirkomulag aðalfundarins verður endanlega ákveðið. Meðal þess sem þar verður rætt er hvort lögð verði til breyting á dagskrá fundarins. Teknir fyrir og afgreiddir dagskrárliðir sem líklegt er að ekki verði miklar umræður um. Að þeim loknum verði borin upp tillaga um að fresta fundi þannig að hægt verði að ræða tillögur og önnur mál á hefðbundinn hátt, þar sem menn hittast.
Aðalfundurinn nk. fimmtudag 15. október er öllum félagsmönnum opinn. Tilkynna verður þátttöku í tölvupósti – 36. aðalfundur LS
Fjarfundarbúnaður sem notaður verður á fundinum er ZOOM.