Yfirlýsing frá stjórn Árborgar

Innan Árborgar eru aðilar sem lengi hafa haft áhuga á að fara á grásleppu.  Sumir eru nú þegar byrjaðir aðrir í startholunum og bíða átekta þar til ljóst verður hvort veiðistjórnuninni verður breytt. 
Það er því rangt sem haldið var hér fram af Stefáni Guðmundssyni að það séu ekki grásleppusjómenn innan Árborgar.  
P1090449 (1).png
Hér, eins og annars staðar á landinu, hafa menn litið á grásleppuveiðar sem góða nýliðun fyrir komandi kynslóðir eins og verið hefur í áratugi. 
         
Stjórn Árborgar fær ekki skilið hvað Stefán á við um að formaður og framkvæmdastjóri LS komi bakdyramegin og sái fræjum.   Við félagsmenn í Árborg komum saman og héldum okkar aðalfund eins og öll önnur aðildarfélög innan LS.  Þar var meðal annars ein tillaga sem Árborg samþykkti inn á aðalfund LS um að mótmæla kvótasetningu grásleppu.  Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. 
Fulltrúar Árborgar á aðalfundi LS munu greiða þar atkvæði í samræmi við það sem aðalfundur þeirra samþykkti.  
F.h. stjórnar Árborgar
Stefán Hauksson formaður