Á rafrænum fundi hjá Gildi lífeyrissjóði sem haldinn var fimmtudaginn 3. desember sl. kom m.a. fram að raunávöxtun samtryggingadeildar fyrstu 10 mánuði ársins nam 7,5%. Til samanburðar var á sama tímabili í fyrra ávöxtunin 12,4%.
Erlendir skuldabréfasjóðir og erlend hlutabréf bera að mestu uppi ávöxtunina. Hver niðurstaða ársins verður ræðst að nokkru hver gengisþróun verður til áramóta.
Hrein eign samtryggingadeildar er nú 727,3 milljarðar, en var 638,4 milljarðar á sama tíma í fyrra.