Það sem sannara reynist

Að undanförnu hefur komið í ljós nokkur ágreiningur um samþykkt síðasta aðalfundar LS um að hafna kvótasetningu á grásleppu.  Ýmis sjónarmið hafa þar verið viðruð og því miður hefur angi umræðunnar farið út fyrir það sem satt er.  
Í grein Stefáns Guðmundssonar Húsavík gagnrýnir hann undirritaðan fyrir að hafa ekki breytt fyrirsögn í frétt sem hann sagði hafa komið á heimasíðu LS í kjölfar aðalfundar.  Þar hefði staðið: „Afgerandi meirihluti félagsmanna á móti aflamarki í grásleppu, en þar hefði átt að standa „Naumur meirihluti gegn aflamarki…. og jafnvel innan skekkjumarka.  
Gagnrýni Stefáns kemur eftir að hann lýsir vaxandi áhuga sínum á málefnum LS, „en þó ekki síður fyrir þá grímulausu einstefnupólitík sem rekin hefur verið af framkvæmdastjóra og formanni undanfarið ár eða svo, í málefnum grásleppuveiða.
Svo að félagsmenn fái rétta mynd af gagnrýni Stefáns er hér birt frétt um málefnið.  
Fyrirsögn fréttarinnar þann 23. október 2019.
Screenshot 2020-12-08 at 13.03.18.png
Screenshot 2020-12-08 at 13.07.26.png
Engum félagsmanni LS dylst að um grásleppumálin er hart deilt.  Það sem undirrituðum er hins vegar lagt upp í hendurnar til að vinna eftir er samþykkt aðalfundar félagsins.  Eins og fram kom í fréttinni sem hér var vitnað til var hún afdráttarlaus.
Næstkomandi föstudag verður síðari hluti aðalfundar LS.  Þar liggur fyrir tillaga sjávarútvegs- nefndar fundarins um að hafna öllum hugmyndum um kvótasetningu á grásleppu.  Í fyrra var samhljóða tillaga naumlega samþykkt.  Hver niðurstaða aðalfundar verður er óvíst.  Það er aftur á móti deginum ljósara að fundir og þá jafnt aðalfundir svæðisfélaga og aðalfundir LS eru m.a. til að marka þá stefnu sem fylgt er í hinum ýmsu málum.  
201208 logo_LS á vef.jpg