Á morgun föstudaginn 11. desember verður haldinn síðari hluti 36. aðalfundar Landssambands smábátaeigenda. Fundurinn hefst kl 9:30.
Á dagskrá.pdf eru tillögur sem allsherjar– og sjávarútvegsnefnd fundarins samþykktu að vísa til umræðu og afgreiðslu á framhaldsaðalfundi. Að loknum þeim dagskrárliðum verður kosin ný stjórn. Fundinum lýkur með kosningu formanns.
Tveir hafa tilkynnt framboð til formanns. Arthur Bogason og Gunnar Ingiberg Guðmundsson.
36 kjörnir fulltrúar svæðisfélaga, stjórn og framkvæmdastjóri eru fullgildir fulltrúar á aðalfundi. Útgerðarmenn smábáta innan vébanda LS geta jafnframt tekið þátt í fundinum og hafa þar tillögurétt og málfrelsi, eins og segir í samþykktum LS.
Fundurinn verður í ZOOM og mun Guðrún Högnadóttir stjórna honum eins og fyrri hluta fundarins.
Félagsmenn sem vilja fylgjast með og taka þátt í fundinum þurfa að tilkynna þátttöku í tölvupósti.