Í Morgunblaðinu í dag er grein eftir Arthur Bogason formann LS.
Orð og gjörðir verða
að fara saman
„Á sama tíma og stórum togveiðiskipum er hleypt inn á veiðisvæði nálægt landi leitast stjórnvöld við að draga úr veiðiheimildum smábátanna.
„Það sem hamlar sjósókn lítilla fiskibáta við Íslandsstrendur hefur ekkert breyst í aldanna rás: lega landsins og náttúrufar
norðurhvelsins. Smábátar eru ofurseldir ytri aðstæðum: veðri, fiskgengd á heimamið, straumum og birtu, svo fátt eitt sé nefnd. Þá segir sig sjálft að einmenningssjósókn er viðkvæmari en önnur útgerð fyrir veikindum og bilunum. Til þeirrar staðreyndar er ekkert tillit tekið í lögum um stjórn fiskveiða.
„Orð og gjörðir verða að fara saman svo mark sé á takandi. Það er ekki raunin á Íslandi. Á sama tíma og stórum togveiðiskipum er hleypt inn á veiðisvæði nálægt landi leitast stjórnvöld við að draga úr veiðiheimildum smábátanna, þeirra sem nota þau veiðarfæri sem minnstri röskun valda í umhverfi hafsins.