Í gær fór fram 1. umræða um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar). Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hóf umræðuna.
Ráðherra sagði frumvarpið byggt á tillögum starfshóps sem hann skipaði í apríl 2019.
„Í skipunarbréfi starfshópsins var lögð áhersla á að hugað yrði að því hvort þeim markmiðum sem að var stefnt með þessum aflaheimildum hafi verið náð og eftir atvikum leggja til breytingar. Var þar einnig vísað til stefnumörkunar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þar sem segir að vega þurfi og meta fyrirkomulag aflaheimilda, þ.m.t. strandveiða, með það að markmiði að tryggja betur byggðafestu og nýliðun.
Eftirtaldir alþingismenn tóku þátt í umræðunni sem fram fór eftir að ráðherra hafði gert grein fyrir frumvarpinu.
Ásmundur Friðriksson (D)Guðjón S. Brjánsson (S)Halla Signý Kristjánsdóttir (B)Lilja Rafney Magnúsdóttir (V)Líneik Anna Sævarsdóttir (B)Sigurður Páll Jónsson (M)
Hlusta má á umræðuna í heild með því að blikka hér.
Hér á eftir fer stutt samantekt á því helsta sem fram kom í andsvari ráðherra, ræðu Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur formanni atvinnuveganefndar og andsvörum einstakra alþingismanna.
Ásmundur Friðriksson
Veitti andsvar við ræðu ráðherra. Hann sagði breytingar á strandveiðum undanfarin ár hafa tekist afar vel. Heimildir sem nýtast ekki innan 5,3% verði settar inn í strandveiðikerfið.
Guðjón S. Brjánsson
Vakti athygli á að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að hægt yrði að nýta hluta byggðakvóta til uppbyggingarstarfa.Spurði hvers vegna lækkun hefði orðið á hlut til línuívilnunar úr 10,92% í 8,25%?Hvers vegna ákvæði um 1.492 þorskígildistonn vegna skel- og rækjuuppbóta væri í ákvæði til bráðabirgða?
Kristján Þór Júlíusson
Nýmæli væri að festa hlutfall innan pottanna.Umdeildur þáttur að greiða bætur.
Halla Signý Kristjánsdóttir
Samkvæmt skýrslu væri andvirði 5,3% aflaheimilda 5 – 7 milljarðar. Með frumvarpinu væri verið að breyta tonnum í hlutfall sem yrði fest til 6 ára. Gagnrýndi til svo langs tíma.Lagði áherslu á að breytingar á strandveiðikerfinu 2018 hefðu komið vel út – hissa á að fara til fyrri stjórnunar.
Kristján Þór Júlíusson
Verið að skapa ramma með hlutdeild hvers þáttar innan 5,3%. Þannig yrði hægt að meta árangur þess sem verið er að gera. Jafnframt að um hvern þátt mundi gilda sömu lögmál og hjá öðrum í flotanum, varðandi leyfilegan heildarafla.Sagðist hafa skilning á að mönnum þætti 6 ár ansi langur tími – ekki fastur á þeim tíma.Markmið strandveiða væri að styrkja byggð og búsetu um allt land. Breytingar 2018 hafa leitt til að samdráttur hafi orðið á sumum svæðum þrátt fyrir auknar heimildir.Tryggja verður jafnræði milli landsvæða.
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Sagðist ekki yfir sig hrifin af þessu máli – en treystir því að hægt verði að gera ákveðnar breytingar inni í atvinnuveganefnd. Fyrivarar við frumvarpið hefðu verið gerðir hjá VG.Nauðsynlegt að koma strandveiðum í betra horf – tryggja fyrirsjáanleika og jafnræði48 daga – 12 dagar í hverjum mánuði. Reynslan sýnir að breytingin hefði komið vel út. Þeir sem mótmæltu vilja halda í kerfisbreytinguna sem gerð var, með þeim fyrirvörum að tryggðir verði 48 dagar til veiðanna. Verkefni atvinnuveganefndar að tryggja aflamagn til strandveiða í 48 daga.Lýst ekki á að hlutdeildartengja því það þarf að vera ákveðinn sveigjanleiki innan fiskveiðiársins. Ekki hægt að tryggja að hver bátur veiði sambærilegt magn ár eftir ár.Ræðst af fiskgengd, veðri og sjómanninum sjálfum. Jafnræði væri að allir, hvar sem er á landinu, geti róið 12 daga í mánuði hvar sem er á landinuStrandveiðikerfið stendur VG nærri, fara ekki að spóla til baka. Vilja sjá auknar aflaheimildir fara inn í það kerfi.Uppstokkun á almenna byggðakvótanum. Gagnrýndi að hann væri að lenda hjá stórútgerðum, það hefði ekki verið hugmyndin með byggðakvótanum. Einfalda þyrfti kerfið og gera regluverk gagnsærra, veiðarfæri og stærðarflokkun báta. Tryggja nýtingu með ívilnun.Fagnaði því að ráðherra væri tilbúinn að vilja endurskoða árafjölda milli endurskoðunar. Langur tími opnar fyrir að hægt verði að versla með samninga.Almennur byggðakvóti afar umdeildur. Endurskoðun á að leiða til meira gegnsæis. Heimildirnar eiga að lenda hjá þeim sem eru að styrkja byggðir sem farið hafa illa út úr kvótakerfinu.Verður að klára bætur til skel og rækju. Ljúka með ákveðnum hætti, verður að vanda vel þar sem það hefur fordæmisgildi.
Líneik Anna Sævarsdóttir
10. apríl 2018 hefði hún vakið athygli á að breytingar gætu þýtt tilfærsla á afla milli landsvæða sem nú hefði gerst.Spurði hvort ekki verði litið til þessara þátta í vinnu atvinnuveganefndar og að kallað yrði eftir úttekt á strandveiðum fyrir árið 2020, eins og gert var fyrir árin 2018 og 2019. Jafnframt að fá svar við því hvaðan ætti að taka auknar aflaheimildir til strandveiða.
Lilja Rafney Magnúsdóttir
2018 hefði breytingin verið í ákvæði til bráðabirgða, í raun tilraunaverkefni. 2019 var kerfið fest í sessi með því að færa inn í lögin. Í úttekt Byggðastofnunar kom fram að mikill meirihluti væri ánægður með breytingarnar.Mun fylgja því fast eftir að tryggja afla í 48 dagaAndvíg að fastsetja aflaheimildir, þarf að vera sveigjanleiki, t.d. að hægt væri að færa aflaheimildir milli ára. Hlynnt því að bæta veiðiheimildum í strandveiðar.
Sigurður Páll Jónsson
Samstaða og góð sátt um að breyta til þess sem nú er. Strandveiðar hafa fært sátt um stjórn fiskveiða. Tryggja að strandveiðar verði til jafns hringinn í kringum landið. Gæfu meiri byggðafestu en almennur byggðakvóti, sem ósætti væri um.Beindi því til LRM hvort ekki væri betra að færa úr línuívilnun til strandveiða heldur en að setja það í byggðakvóta.
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Styrkja strandveiðarnar meir heldur en annað í þessum 5,3% hluta.Það sem eftir stæði væri að línuívilnun og almenni byggðakvótinn er betur komið í strandveiðarnar, enda hluti hans að lenda hjá útgerðum sem hafa nægan kvóta.
Frumvarpið gengur nú til atvinnuveganefndar.