LS hefur sent umsögn til atvinnuveganefndar um frumvarp til laga um breytingar á lögum um fiskveiðar í landhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja)
Umsögnin er ítarlegt og þar sem byggt er í grunninn útfrá samþykkt aðalfundar og stjórnar LS um breytta veiðistjórn á grásleppu. LS leggst gegn breytingum sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Þess í stað verði gerðar breytingar á reglugerð um hrognkelsaveiðar.
Lokaorð umsagnar
„Kvótasetning grásleppu er flókin, ekki síst með tilliti til jafnræðis. Því er mikilvægt að gæta mikillar varúðar við framkvæmd og lagasetningu þar um. Hingað til hefur kvótasetning stuðlað að sameiningu útgerða og fækkun aðila sem stunda viðkomandi veiðar. Á því verður engin undantekning með samþykkt þessa frumvarps. Samþjöppun mun verða á þá leið að þeir sem hafa aðgang að fjármagni munu kaupa upp veiðirétt hinna. Þannig mun kvótasetning fækka útgerðaraðilum og bátum sem stunda veiðarnar. Það mun hafa víðtæk áhrif, sem spannar frá tækifærum aðila til að hefja útgerð til neikvæðrar þróunar á byggðir.Í frumvarpinu er ákvæði um að samanlögð aflahlutdeild í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila eða í eigu tengdra aðila megi ekki vera hærri en 2%. Eins og dæmin sanna hefur túlkun ákvæðis þessa ekki komið í veg fyrir tilgang þess og er því þörf á að samfara innsetningu ákvæðisins verði gerð breyting á lögum um stjórn fiskveiða er varðar þetta atriði.LS er þeirrar skoðunar að áður en lengra verður haldið með frumvarpið sé rétt að fela Byggðastofnun að gera úttekt á áhrifum af setningu aflamarks á grásleppu m.t.t. afleiðinga af fyrirsjáanlegri samþjöppun. Þar verði einkum horft til• byggðarlaga sem eru háð grásleppuveiðum og• hvort gera megi ráð fyrir að „fyrrverandi grásleppubátar fari til strandveiða eða leggi aukna áherslu á þær veiðar. Hvernig því skuli mætt?Vakin er sérstök athygli á að í dag eru einu tækifærin fyrir sjómenn til að hefja sjálfstæða útgerð og vinna sig inn í kvótakerfið bundin við grásleppu- og strandveiðar.LS minnir á markmið laga um stjórn fiskveiða, hvort lagt hafi verið mat á hvort fyrirhuguð breyting leiði til meiri nálgunar að eftirfarandi:„Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirraog tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.