Lokið er fresti til að skila inn í samráðsgátt stjórnvalda athugasemdum við frumvarp til laga um áhafnir skipa. Í umsögn LS segir m.a.
„Starfsumhverfi smábátaútgerðarinnar rúmar ekki að skylt sé að hafa stýrimann í áhöfn. Kjarasamningur LS og sjómannasamtakanna (Sjómannasambands Íslands, Félag skipstjórnarmanna og Félag vélstjóra og málmtæknimanna) sem undirritaður var 29. ágúst 2012 er ótvíræð sönnun þess. Í samningnum er ekki minnst á starfsheitið, stýrimaður.LS er ósammála þeirri neikvæðni sem fram kemur í frumvarpinu varðandi þjónustusamninga. Reynsla útgerða sem starfað hafa náið með smiðjum sem veita slíka þjónustu er afar góð.
Umsögn LS: