Á vertíðinni verður grásleppuafla landað með tvennum hætti. Annars vegar eins og verið hefur grásleppan óskorin og hins vegar sulli (hrognum og vökva).
Sé grásleppa skorin fyrir löndun og hrognum landað sér er vigt þeirra á hafnarvog reiknuð til óskorinnar grásleppu. Til að finna út hversu mikið sullið vigtar skal margfalda landað magn með 0,367. Samkvæmt þessu er hlutfall sulls í óskorinni grásleppu um 29,4%.
Tölur eru í samræmi við 31. grein reglugerðar 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla.