Í dag höfðu alls 23 tonn af óskorinni grásleppu sem veidd var í grásleppunet verið seld á fiskmörkuðum. Verðið hefur verið sveiflukennt. Allt frá 331 kr/kg niður í 140 kr/kg.
Alls hafa veiðst 55 tonn það sem af er vertíð og hefur samkvæmt þessum tölum því farið rúm 40% magnsins gegnum fiskmarkaði.
Í dag var sérstaklega fylgst með uppboðinu og var danska fyrirtækið Venmark Fisk A/S eitt um hituna.
Grafið sýnir verð á þeim dögum sem grásleppa hefur verið seld á fiskmörkuðum.