Hrygningarstopp hafið

Athygli er vakin á árlegu hrygningarstoppi.  Það hófst 1. apríl með lokun svæðis með Suðurströndinni mjótt belti vestur um og norður að Skorarvita.  Verði engar breytingar gerðar eins og LS hefur óskað eftir munu veiðisvæði lokast eitt af öðru á næstu vikum.  Formlega lýkur stoppinu 15. maí þegar opnað verður fyrir veiðar í Húnafirði.
Hrygningarstopp mynd.png
Hrygningarstoppið nú er það 30. í samfelldri röð þess, en því var fyrst komið á árið 1992.