Landssamband smábátaeigenda hefur gert samning við MORENOT (Sjóvélar) um afslátt til félagsmanna á vörum í netverslun fyrirtækisins. Mørenot sérhæfir sig í vörum fyrir handfæra- og línuveiðar svo sem línum, krókum, línuspilum, færavindum, ásamt miklu úrvali af sjófatnaði.
Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér þá þjónustu sem MORENOT býður þeim. Senda tölvupóst eða slá á þráðinn. Þegar gengið hefur verið frá pöntun er kóði LS sleginn inn og færist þá afsláttur sem veittur er á viðkomandi pöntun.
Myndin er tekin í höfuðstöðvum LS í Reykjavík þar sem samningurinn var undirritaður.
Heiðar Smith og Örn Pálsson undirrita samkomulag um afslátt til félagsmanna í LS.
Það mætti segja að Catch krókurinn sé sá heitasti á markaðnum í dag