Mikill áhugi fyrir strandveiðum

Fyrsti dagur strandveiða 2021 er mánudagurinn 3. maí.  Alls er hverjum bát heimilt að róa í 12 daga í hverjum mánuði maí, júní. júlí, ágúst.   Óheimilt er að róa föstudaga, laugardaga og sunnudaga.  Alls hafa strandveiðibátar því 15 daga til að ná þeim 12 dögum sem eru í boði í maí.
Áhugi fyrir veiðunum er mikill sem marka má á umsóknum sem borist hafa til Fiskistofu.  Þegar lokað var fyrir umsóknir kl 14:00 í dag höfðu 408 sótt um leyfi, sem eru 74 bátum fleira en á sama tíma í fyrra.
Skipting leyfa eftir svæðum

Strandveiðar

2021

2020

Svæði A

180

137

Svæði B

60

42

Svæði C

53

46

Svæði D

115

109

Samtals

408

334

Óvarlegt er að ætla að fjölgun báta verði jafnmikil og þarna kemur fram, en nánast öruggt að sá viðsnúningur sem varð fyrir þremur árum mun halda áfram.  Þar á undan tímabilið [2016 – 2018] var þróunin neikvæð.
Screenshot 2021-04-30 at 16.31.25 (1).png
LS berst nú fyrir að fá reglugerð breytt þannig að tryggja megi nægan þorskafla til strandveiða í 12 daga í hverjum mánuði.  Í fyrra nægði viðmiðunin ekki, þrátt fyrir að bætt hefði verið við hana og voru veiðar þá stöðvaðar 19. ágúst.  
Nýjustu fréttir um gott ástand á þorskstofninum ætti að létta þann róður.