233 bátar lönduðu alls 164 tonnum á fyrsta degi strandveiða 2021. Langmest þorskur 158 tonn eða 96% aflans.
Því miður gættu margir ekki að sér og veiddu umfram það sem leyfilegt er 650 þorskígildi, sem svarar til 774 kg af óslægðum þorski. Það gengur að sjálfsögðu ekki. Virða verður leikreglur enda telst allur afli inn í pottinn og minnkar það sem kemur í hlut hvers og eins.