Þann 6. maí sl. sendi LS bréf til sjávarútvegsráðherra þar sem óskað var eftir að auk föstudaga, laugardaga og sunnudaga yrðu strandveiðar óheimilar á rauðum dögum.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur orðið við erindi LS og undirritað reglugerð er varðar málefnið. Samkvæmt henni verður óheimilt að nýta rauða daga til strandveiða.
Dagarnir sem hér um ræðir eru:
13. maí, uppstigningardagur
24. maí, annar í hvítasunnu
17. júní
2. ágúst, frídagur verslunarmanna.